Nærri áttunda hver vara er dýrari í komuverslun Fríhafnarinnar en í brottfararversluninni. Verðmunurinn er allt að 43%. Þetta kemur fram í samanburði verðlagseftirlits ASÍ á verðlagningu verslananna tveggja. Engin vara var dýrari í brottfararversluninni.
Verð í vefverslun Fríhafnarinnar, dutyfree.is, voru borin saman. Alls voru 3.287 vörur skoðaðar, en af þeim voru 389 misjafnt verðlagðar. Náði verðmunurinn allt frá 9 krónum (í átta tilfellum) upp í 2.000 krónur (í þrettán tilfellum) og í einu tilfelli 2.009 krónur.