Verðlagseftirlit ASÍ gefur í dag út mælaborð þar sem skoða má verðsamanburð milli verslana, bæði í heild, eftir vöruflokkum og niður í stakar vörur. Gögnin uppfærast daglega með nýjustu verðum sem verðlagseftirlitið hefur aflað. Með mælaborðinu hafa neytendur nú greiðan aðgang að vöruverði í ólíkum verslunum. Eru þetta sömu gögn og áður hafa aðeins verið aðgengileg í gegnum smáforrit verðlagseftirlitsins, Prís.