ASÍ - Meirihluti andvígur aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu

Meirihluti landsmanna telur aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu frekar eða mjög slæma fyrir almenning. Um þriðjungur er á öndverðri skoðun.  

Þetta kemur fram í nýrri þjóðmálakönnun Alþýðusambands Íslands (ASÍ).  

Spurt var: Telur þú að aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu sé góð eða slæm fyrir almenning?  

Lítill munur reyndist á svörum eftir kyni, búsetu eða menntastigi.  

Hins vegar reyndist langmestur stuðningur við einkavæðingu í hópi þeirra tekjuhæstu. Þar kvaðst  51% telja aukna einkavæðingu mjög eða frekar góða fyrir almenning en 35% voru því ósammála.  

Sjá nánar hér