Vert er að benda á tvær fréttir sem finna má á Á vef ASÍ.
Önnur fréttin fjallar um að laun eru ekki orsök verðbólgu um þessar mundir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) þar sem bent er á að laun á heimsvísu hafi ekki haldið í við framleiðnivöxt frá aldarmótum.
Sjá nánar hér
Hin fréttin fjallar um að ALÞJÓÐASAMBAND verkalýðsfélaga (ITUC) krefst þess að gerður verði „nýr samfélagssáttmáli” (e. New Social Contract) til að tryggja að hagkerfi þjóni þörfum mannkyns og unnt verði að bjarga almenningi og umhverfinu frá hamförum og eyðileggingu.
Sjá nánar hér