Á heimasíðu ASÍ segir að Alþýðusamband Íslands hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi1 en sambandið skilaði einnig inn umsögn um málið á fyrri stigum. Verði breytingarnar að veruleika munu eigendur ökutækja byrja að greiða sérstakt kílómetragjald, að lágmarki 6,7 krónur fyrir bíla sem eru léttari en 3,5 tonn.
ASÍ leggst gegn áformunum í núverandi mynd. Ekki er réttlætanlegt að öll ökutæki undir 3,5 tonnum greiði sama kílómetragjald. Sú útfærsla felur jafnframt í sér ranga hvata, þar sem akstur við smærri og sparneytnari ökutækja verður dýrari á meðan akstur eyðslumeiri ökutækja verður ódýrari.
ASÍ gagnrýnir einnig þau áform að bílaleigur njóti afsláttar af kílómetragjaldi í formi daggjalds.
Sama kílómetragjald á Yaris og Hummer
Áform um kílómetragjald byggja á því sjónarmiði að þeir eigi að borga sem noti vegina. ASÍ gagnrýnir að útfærsla kílómetragjalds sé ekki í samræmi við þau markmið. Þannig munu allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama kílómetragjald þrátt að verulegur munur sé á yfirborðssliti af akstri léttra fólksbíla og þyngri jeppa. Þar að auki er mikill munur á svifryksmengun eftir þyngd bíla undir 3,5 tonnum.
Endanleg áhrif frumvarpsins á neytendur ráðast af samspili fjölda ekinna kílómetra og eldsneytisnotkunar bílsins. Eyðslumeiri bílar njóta þannig góðs af lækkun bensíngjalda þrátt fyrir hækkun kolefnisgjalds.