ASÍ - Einungis 3% hlynnt orkuframleiðslu einkafyrirtækja

Einungis 3% landsmanna eru hlynnt því að nýting auðlinda til orkuframleiðslu sé að miklu eða öllu leyti í höndum einkafyrirtækja. Þetta kemur fram í nýrri þjóðmálakönnun Alþýðusambands Íslands (ASÍ). 

Spurt var: Hvort telur þú að nýting auðlinda til orkuframleiðslu (vatns, jarðhita og vinds) eigi að vera í höndum ríkisfyrirtækja eða einkafyrirtækja? 

Alls kváðust 85% þeirrar skoðunar að nýting ætti alfarið eða að miklu leyti að vera í höndum ríkisfyrirtækja.  Hlutlaus lýstu sig 12%. 

Sjá nánar hér