ASÍ - Allt að 86% munur á kostnaði heimila vegna dreifingar rafmagns

Samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ á þróun á kostnaði heimila vegna dreifingar á rafmagni á árunum 2018 til 2023 hækkuðu gjaldskrár dreifiveita á bilinu 10%-33%. Mest hækkaði kostnaðurinn hjá HS veitum á tímabilinu, 32,6% en minnst hjá RARIK í dreifbýli, 10%.  

Kostnaður heimila vegna flutnings og dreifingu raforku er lægstur hjá Veitum, 50.282 kr. en  86% hærri hjá Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli þar sem hann er hæstur, 93.489 kr.  Kostnaður miðast við heimili sem nýtir 4.000 kW hjá dreifingarveitum raforku. 

Sjá nánar á síðu verðlagseftirlits ASÍ