„Þarfir einstaklingsins eru ávallt í fyrirrúmi innan framhaldsfræðslukerfisins og er það hlutverk þess að styðja og vísa fólki áleiðis í sinni færniþróun. Þeirri sýn má aldrei breyta,“ segir Eyrún Björk Valsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ og stjórnarformaður Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, í nýrri ársskýrslu FA.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er samstarfsvettvangur í fullorðins- og framhaldsfræðslu á íslenskum vinnumarkaði. Alþýðusambandið hefur ávallt lagt mikla áherslu á menntun og er einn eigenda FA, ásamt SA, BSRB, SÍS og Fjármála og efnahagsráðuneytinu. Megin hlutverk FA er veita þeim sem ekki hafa lokið námi frá framhaldsskóla tækifæri til að afla sér menntunar og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Þar sem um er að ræða um fjórðung alls fólks á vinnumarkaði er ljóst að verkefnin eru bæði umfangsmikil og fjölbreytt.
Í ársskýrlslunni má meðal annars lesa sér til um Fagbréf atvinnulífsins sem kynnt voru í nóvember síðastliðnum en þau eru staðfesting á færni starfsfólk til að seinna ákveðnu starfi. Fagbréfinu eru afrakstur samstarfs FA, ASÍ og SA en þau eru gefin út og vottuð af FA.
Í skýrslunni er einnig fjallað um önnur verkefni s.s. raunfærnimat, námsskrár og hæfnigreiningar.
Skýrsluna má nálgast hér.