Ársrit VIRK 2024 er komið út, en það kemur árlega út í tengslum við ársfund VIRK. Í ársritinu er að finna greinargóðar upplýsingar um starfsemi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs og árangur, fjölbreyttar greinar um starfsendurhæfingu og tengd viðfangsefni, viðtöl við ráðgjafa og atvinnulífstengla VIRK, viðtöl við þjónustuþega sem lokið hafa starfsendurhæfingu, viðtal við stjórnenda úr atvinnulífu og viðtöl við þjónustuaðila VIRK.
Finna má ársritið rafrænt á vef VIRK með fyrri ársritum.
VIRK ráðgjafar í Eyjafirði
Fjórir ráðgjafar eru starfandi fyrir sjúkrasjóði stéttarfélaganna í Eyjafirði; Helga Þyri, Katla, Kristín og Nicole. Ráðgjafar VIRK eru starfmenn VIRK, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu, og hafa aðsetur á skrifstofu Einingar-Iðju á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Hægt er að ná í ráðgjafana í síma 535 5700.
Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK og starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri í einn til tvo daga í viku.