Ársfundur VIRK 2023

Ársfundur VIRK verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl nk.  kl. 13.30-15.30 í salnum Háteigi á Grand Hótel Reykjavík.

Dagskrá

Ávarp - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra 
Starfsemi VIRK - Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Reynslusaga þjónustuþega VIRK
VIRKt fyrirtæki - Viðurkenningar veittar

Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt skipulagskrá VIRK:
- Skýrsla stjórnar
Ársreikningur VIRK 2022 kynntur og borinn upp til samþykktar
- Tilkynning um skipan stjórnar 2023-2024
- Kosning endurskoðenda
- Önnur mál

Ársfundurinn er öllum opinn en skrá skal þátttöku hér - meðlimir fulltrúaráðs VIRK hafa einir atkvæðisrétt.

 

VIRK ráðgjafar í Eyjafirði
Fjórir ráðgjafar eru starfandi fyrir sjúkrasjóði stéttarfélaganna í Eyjafirði; Helga Þyri sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Katla, Kristín og Nicole. Ráðgjafar VIRK eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu, og hafa aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Hægt er að ná í ráðgjafana í síma 460 3600. 

  • Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík einu sinni í viku.
  • Kristín er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð einu sinnu í viku.

Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK. Hann er starfmaður Framsýnar, en starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri í einn til tvo daga í viku. Hann er með síma 464 6608 og netfangið virk@framsyn.is