Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn í dag, fimmtudaginn 2. maí 2024, í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri kl. 14:00. Félagið á rétt á að senda 41 fulltrúa á fundinn. Kosning þessara fulltrúa fer fram árlega á aðalfundi félagsins.
Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og segir á heimasíðu Stapa að stjórn sjóðsins vonist eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs leggur til að breytingar verði gerðar á samþykktum sjóðsins á ársfundi hans.
Samkvæmt grein 10.1 í samþykktum sjóðsins skal senda aðildarfélögum tillögurnar minnst tveimur vikum fyrir ársfund. Greinargerð með samþykktarbreytingum hefur verið send aðildarfélögum.
Dagskrá fundarins
Gögn fundarins