þingi SGS, sem haldið var í Hofi á Akureyri, heppnaðist vel og er lokið. Á þingi var rætt um brýn hagsmunamál launafólks nú í aðdraganda kjarasamnninga og mörkuð stefna sambandsins á næstu misserum. Einnig var gerðar smávægilegar breytingar á lögum sambandsins og rætt um innra starf þess. Þá var og kosin ný framkvæmdarstjórn SGS. Anna Júlíusdóttir, varaformaður félagsins, er ein af þeim sjö sem kosin voru í hana.
Framkvæmdarstjórn SGS er svo skipuð:
- Aðalsteinn Árni Baldursson, Framsýn stéttarfélag
- Anna Júlíusdóttir, Eining-Iðja
- Eyþór Þ. Árnason, Verkalýðsfélagið Hlíf
- Guðrún Elín Pálsdóttir, Verkalýðsfélag Suðurlands
- Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, Afl starfsgreinafélag
- Ragnar Ólason, Efling stéttarfélag
- Þórarinn Sverrisson, Aldan stéttarfélag
Varamenn í framkvæmdarstjórn eru eftirfarandi:
- varamaður Guðný Óskarsdóttir Drífandi stéttarfélag
- varamaður Vignir Maríasson Verkalýðsfélag Snæfellinga
- varamaður Hörður Guðbrandsson Verkalýðsfélag Grindavíkur
- varamaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Verkalýðsfélag Suðurlands
- varamaður Fabio Ronti Efling stéttarfélag