Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir árásir Rússlands á Úkraínu sem eru skýrt brot á alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Við styðjum allar friðsamlegar aðgerðir til að þrýsta á Rússa að draga herlið sitt til baka, þar með taldar viðskiptaþvinganir.
Í Úkraínu ríkir nú neyðarástand, vart er við skort á mat og vatni, lyf og aðrar nauðsynjavörur tæmast hratt og fólk býr í stöðugum ótta um eigið líf. Fleiri hundruð þúsunda flýja landið og þurfa skjól og stuðning.
Félagar okkar í verkalýðsfélögum Úkraínu og nágrannaríkjum þess hafa sent ákall til félaga sinna um heim allan um stuðning í orðum og verki. Stéttarfélög hafa breytt sér í mannúðarsamtök sem nýta húsnæði sitt sem flóttamannabúðir og nýta fjármagn sitt til að veita fæði og klæði. Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að veita fé til hjálparstarfs og hvetur aðildarfélög sín til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum jafnframt til þess: