Vert er að vekja athygli á því að í kjarasamningi á almenna vinnumarkaðinum frá því á síðasta ári milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins voru orlofsréttindi félagsfólks aukin.
Breytingin er eftirfarandi:
Frá og með 1. maí 2024 breyttist ávinnsla orlofs, þ.e. orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025.
Frá og með 1. maí 2025 breytist ávinnsla orlofs, þ.e. orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026.
Eldri regla um starfsmenn sem starfað hafa í sama fyrirtæki í 10 ár gildir áfram. Viðkomandi starfsmaður á þá 30 daga orlofsrétt og 13,04% orlofslaun.
Félagsmenn! Kannið orlofsprósentuna á launaseðlinum hvort hún hafi ekki örugglega hækkað frá 1. maí 2024. Ef ekki þá, þurfið þið að láta vita hjá ykkar fyrirtæki og óska eftir leiðréttingu.
Farið alltaf vel yfir launaseðilinn - Ykkar er ábyrgðin!
Smellið á myndina hér fyrir neðan til að stækka hana