Vert er að vekja athygli á því að í kjarasamningi á almenna vinnumarkaðinum frá því í mars á þessu ári milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins voru orlofsréttindi félagsfólks aukin.
Breytingin er eftirfarandi:
Frá og með 1. maí 2024 breyttist ávinnsla orlofs, þ.e. orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025.
Frá og með 1. maí 2025 breytist ávinnsla orlofs, þ.e. orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026.
Eldri regla um starfsmenn sem starfað hafa í sama fyrirtæki í 10 ár gildir áfram. Viðkomandi starfsmaður á þá 30 daga orlofsrétt og 13,04% orlofslaun.
Félagsmenn! Kannið orlofsprósentuna.
Farið alltaf vel yfir launaseðilinn - Ykkar er ábyrgðin!
Smellið á myndina hér fyrir neðan til að stækka hana