Allt að 37% verðhækkun hjá smásölum raforku á einu ári

Auður Alfa Ólafsdóttir starfar á skrifstofu ASÍ
Auður Alfa Ólafsdóttir starfar á skrifstofu ASÍ

Auður Alfa Ólafsdóttir skrifar: 

Á einu ári eða frá því í október í fyrra til dagsins í dag hefur verð á raforku hjá smásölum hækkað á bilinu 9-37%. Ólíkt dreifingu raforku hefur almenningur val um hvaða smásala það kýs að versla raforku af. Almenningur getur valið milli níu smásala raforku og fært sig á milli söluaðila með auðveldum hætti en ekki er hægt að velja um dreifiveitu rafmagns. 

Ef verðþróun á raforku hjá smásölum er skoðuð lengra aftur í tímann eða frá október 2018 til dagsins í dag má sjá að verð á kílówattstund hefur hækkað um 9-44%. Munur á hæsta og lægsta verði hjá raforkusölum hefur aukist og farið úr 8% árið 2018 upp 43% í dag.

Sjá nánar hér