Aldrei fleiri útskrifast frá VIRK

2.237 einstaklingar hófu starfsendurhæfingu á vegum VIRK á árinu 2021, 4% færri en árinu áður en árið 2020 var metár í aðsókn til VIRK. 1.850 þjónustuþegar útskrifuðust frá VIRK á nýliðnu ári, 16% fleiri en 2020, sem er metfjöldi útskrifta á einu ári.

2.400 einstaklingar voru í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK um áramótin. 13.604 hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og 78% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift, eru með vinnugetu og fara annað hvort beint í launað starf, virka atvinnuleit eða lánshæft nám.

Myndin stækkar ef þú ýtir á hana

Þjónustukannanir VIRK sýna að þjónustuþegar eru undantekningalítið mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega bæði lífsgæði sín og vinnugetu eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Árangur og ávinningur af starfsemi VIRK - fjárhagslegur og samfélagslegur - er mjög mikill þar sem starfsemin hefur skilað þúsundum einstaklinga í virka þátttöku á vinnumarkaði.

Þennan árangur hafa utanaðkomandi aðilar staðfest, niðurstöður Talnakönnunar sýna t.d. að ávinningurinn af starfsemi VIRK á árinu 2020 nam 21,3 miljörðum og að reiknaður meðalsparnaður samfélagsins á hvern útskrifaðan einstakling frá VIRK nam 13,3 milljónum það ár.

Sjá nánar upplýsingar um sögu VIRK, árangur og starfsemi. 

VIRK ráðgjafar í Eyjafirði
Fjórir ráðgjafar eru starfandi fyrir sjúkrasjóði stéttarfélaganna í Eyjafirði; Helga Þyri sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Kristín, Nicole og Svana. Ráðgjafar VIRK eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu, og hafa aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Hægt er að ná í ráðgjafana í síma 460 3600. 

  • Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík á þriðjudögum. 
  • Svana er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð á miðvikudögum 

Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK. Hann er starfmaður Framsýnar, en starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri í einn til tvo daga í viku. Hann er með síma 464 6608 og netfangið virk@framsyn.is