Aðalfundur félagsins stendur nú yfir á Hótel KEA. Nú er Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins, að flytja skýrslu stjórnar í fyrsta sinn. Hún fjallaði m.a. um fyrsta árið sem formaður og sagði m.a. "Það er liðið ár síðan ég tók við formennsku og eins og ég hef alltaf vitað þá næ ég aldrei að ganga í fótsporin hans Bjössa en sem betur fer hefur hann alltaf verið tilbúinn að aðstoða þegar á þarf að halda. Nýr varaformaður kom einnig inn á síðasta starfsári og má segja að fyrsta árið okkar hafi verið lærdómsríkt. Okkur Tryggva hefur gengið mjög vel að vinna saman með Björn svona aðeins á kantinum. Óhætt er að segja að árið er búið að vera viðburðaríkt, mjög mikið hefur verið að gera og margt að læra."
Ávarp Önnu má nálgast á nýjum aðalfundarvef félagsins.
Næst mun Hermann Brynjarsson, frá endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf., fara yfir ársreikning Einingar-Iðju fyrir árið 2023.
Nánar verður sagt frá fundinum á heimasíðu félagsins næstu daga.