Aðalfundur Einingar-Iðju stendur nú yfir

Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, að flytja skýrslu stjórnar á aðalfundinum.
Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, að flytja skýrslu stjórnar á aðalfundinum.

Aðalfundur félagsins stendur nú yfir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Rétt áðan flutti Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, skýrslu stjórnar þar sem hann fjallaði m.a. um næstu kjarasamningaviðræður. "Komandi haust verða kjarasamningar lausir á almennum markaði og á árinu 2023 hjá ríki og sveitarfélögum. Undirbúningur félagsins er í fullum gangi og hafa margir komið þar að verki. Samninganefnd félagsins ákvað að fara í skoðanakönnun meðal félagsmanna um hvað þeir vildu leggja áherslu á í næstu samningum. Okkar kröfugerð verður tilbúinn í lok apríl og samninganefndin samþykkti á fundi sínum þann 31. mars sl. að fela SGS samningsumboð félagsins gagnvart almennu samningunum en tekin verður ákvörðun í haust hvað varðar samningana við ríkið og sveitarfélögin."

Núna er Hermann Brynjarsson, frá endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf., að fara yfir ársreikning Einingar-Iðju fyrir árið 2021.

Nánar verður sagt frá fundinum á heimasíðu félagsins á næstunni.