Aðalfundir starfsgreinadeilda Einingar-Iðju fóru fram í gær, þriðjudaginn 4. febrúar, á Hótel KEA/Múlabergi á Akureyri. Ágæt mæting var á fundina sem tókust mjög vel. Í upphafi var sameiginleg dagskrá þar sem flutt voru tvö erindi. Helga Þyri Bragadóttir, ráðgjafi hjá VIRK, fjallaði um þjónustuna hjá VIRK bæði almennt og á svæðinu og Tryggvi Jóhannson, varaformaður félagsins, fór yfir nýjar Mínar síður Einingar-Iðju.
Að loknu mjög góðum erindum var boðið upp á veitingar og að því loknu héldu deildirnar þrjár; Opinbera deildin, Matvæla- og þjónustudeildin og Iðnaðar- og tækjadeildin, sinn aðalfund hver í sínum sal þar sem fram fóru venjuleg aðalfundarstörf. Í ár var kosið í öllum deildum til tveggja ára um embætti formanns, ritara og þriggja meðstjórnanda. Einnig var kosið um einn meðstjórnanda til eins árs í Iðnaðar- og tækjadeildinni.
Matvæla og þjónustudeild
Í byrjun fundar flutti Baldvin Hreinn Eiðsson, formaður deildarinnar, skýrslu stjórnar, og að því loknu var gengið til kosninga um stjórnarmenn deildarinnar. Á fundinum var kosið um fimm af níu stjórnarmönnum deildarinnar. Kosið var um formann, ritara og þrjá meðstjórnendur til tveggja ára.
Eftirfarandi gáfu kost á sér:
Formaður |
Baldvin Hreinn Eiðson |
Kjarnafæði/Norðlenska |
Baldvin, Steinþór og Unnur, sitjandi stjórnarmenn, gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Unnur var meðstjórnandi en bauð sig fram í ritara. Reynir Magnús og Hrafnhildur Ása voru að gefa kost á sér í fyrsta sinn. Engin mótframboð bárust og því var listinn sjálfkjörinn.
Fyrir í stjórn voru Bethsaida Rún Arnarson varaformaður og meðstjórnendurnir Elsa Hrönn Gray Auðunsdóttir, Hlynur Aðalsteinsson og Sveinbjörn Kroyer Guðmundsson.
Iðnaðar- og tækjadeild
Í byrjun fundar flutti Ingvar Kristjánsson, formaður deildarinnar, skýrslu stjórnar, og að því loknu var gengið til kosninga um stjórnarmenn deildarinnar. Á fundinum var kosið um sex af níu stjórnarmönnum deildarinnar. Kosið var um formann, ritara og þrjá meðstjórnendur til tveggja ára. Einnig þurfti að kjósa um einn meðstjórnanda til eins árs.
Eftirfarandi gáfu kost á sér:
Formaður |
Ingvar Kristjánsson |
Isavia |
Sitjandi stjórnarmenn gáfu allir kost á sér á ný. Baldur Helgi var að gefa kost á sér í fyrsta sinn. Engin mótframboð bárust og var listinn því sjálfkjörinn.
Fyrir í stjórn voru Svavar Magnússon varaformaður og meðstjórnendurnir Gísli Einarsson og Þormóður Sigurðsson.
Opinbera deildin
Að lokinni skýrslu stjórnar sem Guðbjörg Helga Andrésdóttir, formaður deildarinnar, flutti var gengið til kosninga. Í ár var kosið um fimm af níu stjórnarmönnum deildarinnar. Kosið var til tveggja ára um formann, ritara og þrjá meðstjórnendur.
Eftirfarandi gáfu kost á sér:
Formaður |
Guðbjörg Helga Andrésdóttir |
Þjónustukjarni Borgargili |
Sitjandi stjórnarmenn gáfu allir kost á sér á ný. Engin mótframboð bárust og var listinn því sjálfkjörinn.
Fyrir í stjórn voru Ingibjörg María Ingvadóttir varaformaður og meðstjórnendurnir Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, Signý Aðalsteinsdóttir og Skúli Már Þórmundsson.