Eining-Iðja vill aftur benda trúnaðarmönnum félagsins á námskeið í SÍMEY sem félagið er að bjóða þeim upp á í byrjun mars. Við hvetjum alla trúnaðarmenn Einingar-Iðju til að skrá sig og mæta. Námskeiðið er alls 6 tímar og er kennt í tveimur hlutum. Gagnlegt námskeið fyrir alla trúnaðarmenn.
Skráning og nánari upplýsingar um námskeið
Aðeins um námskeiðið
Samkeppnin um athygli hefur sjaldan verið jafn hörð og nú. Hvaða leiðir eru færar til þess að koma þér og þínu félagi að í nútímasamfélagi? Á námskeiðinu verður farið yfir nokkur mikilvægt atriði sem geta komið að gagni við að kynna þig og félagið þitt. Hvernig náið þið eyrum yfirmanna? Hvernig undirbýr maður sig fyrir aðalfundinn og hvernig á að svara fjölmiðlafólkinu? Hvað er fréttnæmt hjá félaginu? Skiptir sýnileiki máli? Ávinningurinn er aukið sjálfstraust og aukin virðing fyrir starfi trúnaðarmanna. Námskeiðið stendur yfir í tvö kvöld, 2x3 tímar. Gagnlegt námskeið fyrir alla trúnaðarmenn.
Fyrri dagur
Seinni dagur
Leiðbeinandi: Dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur