Ábyrgðin er þín!

Öllum launagreiðslum skal fylgja launaseðill,  hvort sem þú ert fast- eða lausráðinn, í fullu starfi, hlutastarfi eða sumarvinnu. Ef þú færð ekki launaseðil þá er það á þína ábyrgð að biðja um hann. 

Félagið hvetur félagsmenn til að skoða launaseðilinn sinn við hverja útborgun, hvort sem hann er rafrænn eða á pappír. Launaseðill getur t.d. verið rangur vegna mistaka launagreiðenda en þú áttar þig síður á því ef þú skoðar ekki launaseðilinn. Það er á þína ábyrgð að gera athugasemd og fá leiðréttingu strax ef eitthvað er að. Erfiðara getur verið að fá leiðréttingu ef langur tími er liðinn.

Ef þú telur að launaseðillinn þinn sé ekki réttur eða þú skilur hann ekki þá er um að gera að hafa samband við félagið. 

Mikilvægt er að geyma launaseðla, því með þeim getur þú sannað þinn rétt.

Ábyrgðin er þín að biðja um, fara yfir og skilja launaseðilinn og vita á hvaða launum
þú átt að vera og biðja um leiðréttingu ef þörf krefur.