Níunda þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Á þingið mættu 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins, þar á meðal 20 frá Einingu-Iðju.
Vilhjálmur Birgisson (Verkalýðsfélagi Akraness) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Guðbjörg Kristmundsdóttir (VSFK) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður.
Sjö voru í framboði sem aðalmenn í framkvæmdastjórn og voru þeir sjálfkjörnir.
Eftirtaldir munu sitja sem aðalmenn í framkvæmdastjórn sambandsins til næstu tveggja ára:
Sem varamenn í framkvæmdarstjórn voru kosnir eftirtaldir:
Á vef SGS segir að umræður um kjaramál voru áberandi á þinginu enda annasamur kjarasamningavetur framundan. Greina mátti mikinn baráttuanda meðal þingfulltrúa og ljóst að Starfsgreinasambandið fer sameinað og tilbúið í komandi viðræður. Þess má geta að SGS fer með umboð allra 18 aðildarfélaga sinna í viðræðunum um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
Samþykktar voru sex ályktanir; um kjaramál, byggðamál, heilbrigðismál, húsnæðismál og lífeyrismál. Jafnframt samþykkti þingið ályktun um stuðning við eldri borgara og öryrkja. Þá var starfsáætlun til tveggja ára samþykkt sem og breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Allar ályktanir og afgreidd mál þingsins má nálgast á þingvef SGS.
Nánar verður sagt frá ályktunum sem samþykktar voru eftir helgina.