8,8% verðbólga í júní

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% í júní. Verðbólga mælist nú 8,8% og hækkar um 1,2 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst hærri frá október 2009. Um helmingur undirliða verðbólgunnar hækkaði milli mánaða. Síðustu tólf mánuði hækkuðu um 70% undirliða umfram verðbólgumarkmið (2,5%).

Af hækkun verðbólgu eru það húsnæðisliður og bensín sem skýra stærsta hlut. Bensín og olía hækkuðu um 10% milli mánaða, á ársgrundvelli er hækkunin 44%. Af hækkun verðbólgunnar milli mánaða skýrir bensín og olía umtalsverðan hluta hækkunarinnar.

Um þessar mundir vegur húsnæðiskostnaður einna þyngst í hækkun verðlags. Húsnæðiskostnaður vegur í heild um þriðjung í útgjöldum heimila, þar af um 16% vegna kostnaðar við eigið húsnæði og er því mikill áhrifaþáttur í verðlagsþróun.

Verðbólga án húsnæðisliðar mælist nú 6,5% og er því 2,3 prósentustigum hærri en verðbólga með húsnæðisliðnum. Þessi munur hefur hækkað jafnt og þétt frá árslokum 2021.

Sjá nánari umfjöllun á heimsíðu ASÍ