77% jákvæðir gagnvart VIRK

Nær átta af hverjum tíu landsmanna eru jákvæðir gagnvart VIRK Starfsendurhæfingarasjóði samkvæmt viðhorfskönnun Maskínu sem gerð var í febrúar.

Samtals 77% svarenda segjast vera mjög eða frekar jákvæð(ur) gagnvart VIRK, 20% svara í meðallagi og 3% svarenda eru neikvæðir gagnvart VIRK. 

Þá segjast 57% svarenda þekkja einhvern sem hefur leitað til VIRK og 8% þeirra hafa sjálfir leitað til VIRK.

Viðhorfskönnunin er nýjasti liðurinn í viðleitni til þess að meta þjónustu VIRK og árangur og nýtist til þess að þróa starfsemina áfram. Hún er viðbót við þjónustukönnun VIRK, við árlegt mat Talnakönnunar á ávinningi af starfsemi VIRK og öðrum árangursmælikvörðum sem finna má samantekna á vefsíðu VIRK.  

Viðhorfskönnunin var gerð af Maskínu fyrir VIRK dagana 7. til 23. febrúar 2022. Viðhorfskönnunn fór fram á netinu og var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr þjóðskrá. 

Svarendur voru 1.897 talsins á öllu landinu, 18 ára og eldri. Gögnin voru vegin til samræmis við tölur Hagstofunnar þannig að hópurinn sem svarar endurspeglar þjóðina út frá kyni, aldri og búsetu. 

VIRK ráðgjafar í Eyjafirði

Fjórir ráðgjafar eru starfandi fyrir sjúkrasjóði stéttarfélaganna í Eyjafirði; Helga Þyri sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Kristín, Nicole og Svana. Ráðgjafar VIRK eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu, og hafa aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Hægt er að ná í ráðgjafana í síma 460 3600. 

  • Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík á þriðjudögum. 
  • Svana er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð á miðvikudögum 

Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK. Hann er starfmaður Framsýnar, en starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri í einn til tvo daga í viku. Hann er með síma 464 6608 og netfangið virk@framsyn.is