763 umsóknir um orlofskosti sumarsins

Í vikunni rann út frestur til að skila inn umsóknum fyrir sumarið um orlofsíbúð, orlofshús eða “Orlof að eigin vali.” Til félagsins bárust 763 umsóknir og er vinnu við að fara yfir þær lokið og búið að úthluta. Þeir sem sóttu um geta skráð sig inn á orlofshúsavef félagsins og fundið undir liðnum SÍÐAN MÍN svarbréfið frá félaginu, einnig ættu allir að vera búnir að fá tölvupóst frá félaginu. Þeir sem eru með stöðuna samþykkt og vilja fá það sem viðkomandi fékk úthlutað geta farið í liðinn AÐGERÐ og greitt með korti fyrir orlofshúsið eða íbúðina. Þeir sem fá úthlutað þurfa að vera búnir að ganga frá greiðslu í síðasta lagi 3. maí nk.

Því miður er alltaf eitthvað um að ekki sé hægt að verða við óskum allra. Eins og áður segir bárust 763 umsóknir, 571 fengu samþykkt sitt val, þar af voru 300 vegna orlofs að eigin vali.

  • 10. maí 2022 kl. 10:00 verður opnað á netinu fyrir það sem enn verður laust. Þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær. Einnig verður hægt að hafa samband við skrifstofur félagsins til að fá upplýsingar um lausar vikur. 

Punktakerfi
Til þess að gæta sem mestrar sanngirni við úthlutun orlofshúsa og orlofsíbúða notar félagið punktakerfi sem þykir hafa reynst vel. Hver félagsmaður vinnur sér inn einn punkt fyrir hvern mánuð sem hann greiðir til félagsins. Engu máli skiptir hve há upphæð félagsgjaldsins er í hverjum mánuði. Þeir sem síðan hafa safnað flestum punktum þegar kemur að úthlutun ganga fyrir þegar mikil ásókn er í húsin. Þegar félagsmaður fær úthlutað tíma í orlofshúsi dregst tiltekinn punktafjöldi frá inneign viðkomandi þannig að tryggt er að þeir sem fá úthlutað dvöl í orlofshúsi eru ekki áfram efstir á blaði, en halda þó auðvitað áfram að safna sér punktum fram að úthlutun næsta árs með því að greiða félagsgjöld.

ATH! Við afbókun fæst inneign. sem hægt er að nýta síðar. Einungis er endurgreitt vegna veikinda, andláts eða vegna óveðurs/ófærðar skv. viðvörun Veðurstofu Íslands.

Frádráttur orlofspunkta er mismunandi eftir tímabilum og eftir því hvað er leigt. Ekki eru dregnir frá punktar að vetri til.

  • 18 punktar í frádrátt:
    • Fyrir Orlof að eigin vali.
  • 24 punktar í frádrátt:
    • Fyrir fyrstu tvær og síðustu sumarvikuna.
  • 36 punktar í frádrátt:
    • Fyrir aðrar sumarvikur