46. þing Alþýðusambands Íslands verður haldið á Hótel Reykjavík Nordica, dagana 16. til 18. október 2024. Fyrsti dagur þingsins verður opinn almenningi og í streymi fyrir þá sem ekki geta sótt þingið í eigin persónu.
Æðsta vald í málefnum ASÍ er í höndum þinga ASÍ sem haldin eru á tveggja ára fresti. Hvert aðildarfélag á rétt á að senda a.m.k. einn fulltrúa á þing sambandsins. Eining-Iðja á rétt á að senda 10 fulltrúa á þingið, en á það eiga rétt á að mæta þrjú hundruð fulltrúar launafólks frá tæplega 50 stéttarfélögum af öllu landinu. Á þinginu verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin. Þá mun þingið fjalla um þau verkefni og áskoranir sem ASÍ, aðildarfélögin og launafólk standa frammi fyrir nú og í næstu framtíð og hvernig á að takast á við þær út frá grunngildum og baráttu verkalýðshreyfingarinnar.
Nánari upplýsingar um þingið og dagskrá er að finna á þingvef 46. þings ASÍ.