45. þing ASÍ var sett í klukkan 10:00 í morgun. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ setti þingið í kjölfar tónlistarflutnings hljómsveitarinnar GÓSS. Kristján Þóður vék að þeim áskorunum sem verkalýðshreyfingin stendur frammi fyrir, bæði heima fyrir og í alþjóðlegu samhengi.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra ávarpaði því næst fulltrúa á þinginu og sagði frá þeim málefnum sem hann vildi leggja sérstaka áherslu á í embætti, m.a. málefni öryrkja og jafnréttismál, en hann talaði einnig fyrir góðri samvinnu við verkalýðshreyfinguna.
Því næst talaði Ólafur Margeirsson, hagfræðingur frá Sviss og fjallaði um íbúðahúsnæði sem fjárfestingakost fyrir lífeyrissjóði.
Þingið stendur fram á miðvikudag en kosningar um forseta ASÍ fara fram eftir hádegi á miðvikudeginum.