24. júní er síðasti dagur til að borga í dagsferð eldri félaga

Myndir er tekin í dagsferðinni í fyrra þegar farið var vestur í Húnavatnssýslur.
Myndir er tekin í dagsferðinni í fyrra þegar farið var vestur í Húnavatnssýslur.

Vert er að minna félagsmenn sem skráðu sig í dagsferð fyrir eldri félaga að greiða þarf fyrir ferðina í síðasta lagi mánudaginn 24. júní nk. á skrifstofum félagsins. Hægt er að hringja í síma 460 3600 til að fá upplýsingar með að millifæra.

Enn eru nokkur sæti laus í dagsferðina og einnig í ferð sem farin verður í Kerlingarfjöll í ágúst. Það er því ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig fyrir félagsmenn sem hug hafa á að fara með. Kíkið við á skrifstofur félagsins eða hringið í síma 460 3600 og látið skrá ykkur ef áhugi er fyrir hendi.

Dagsferð fyrir eldri félagsmenn - Þriðjudaginn 2. júlí - kr. 8.000

  • Lagt verður af stað frá Akureyri kl. 9:00 og ekið austur til Húsavíkur. Þaðan verður haldið Tjörnesið austur í Ásbyrgi og svo verður farið upp að Dettifossi að sunnan. Þaðan haldið í Mývatnssveit og síðan til Akureyrar. Snæddur verður hádegisverður í nágrenni Ásbyrgis og kaffi drukkið á Laugum
  • Ferðin kostar kr. 8.000 á mann. Greiða þarf fyrir ferðina í síðasta lagi mánudaginn 24. júní á skrifstofum félagsins. Hægt er að hringja í síma 460 3600 til að fá upplýsingar með að millifæra.

Dagsferð í Kerlingarfjöll - laugardaginn 24. ágúst - kr. 10.000

Tekið skal fram að þetta er löng dagleið, ekki innan við 13 tíma ferð, og vegir ekki góðir hluta leiðarinnar. Farið verður eins og leið liggur í Blöndudal og þaðan suður Kjöl í Kerlingarfjöll með viðkomu á ýmsum stöðum, m.a. Hveravöllum.

  • Hámarksfjöldi er 90 manns.
  • Hafa þarf með sér nesti fyrir allan daginn.
  • Farið verður með rútu frá Akureyri kl. 8:00.
  • Leiðsögumaður verður með í för.
  • Ferðin kostar kr. 10.000 á mann. Greiða þarf fyrir ferðina í síðasta lagi föstudaginn 16. ágúst á skrifstofum félagsins. Hægt er að hringja í síma 460 3600 til að fá upplýsingar með að millifæra.
  • Innifalið er akstur, leiðsögn og áningargjöld.