2,2% í Félagsmannasjóð frá 1. apríl 2024

Í nýjum kjarasamningi aðildarfélaga SGS við sveitarfélögin sem samþykktur var í júlí sl. var samið um að hækka svokallaðan Félagsmannasjóð um 0,7% frá 1. apríl 2024 og fer hann því úr 1,5% í 2,2%. Auk sveitarfélaga greiða í sjóðinn Hólmasól, Fjölsmiðjan og Hamrar, útilífsmiðstöð skáta. Einnig Heilsuvernd sem greiðir ennþá 1,5%. 

Eining-Iðja á aðild að sjóðnum og ber að standa skil á þessum greiðslum til félagsmanna sem starfa eftir þessum samningi 1. febrúar ár hvert fyrir árið á undan. Forsenda þess að hægt sé að greiða úr sjóðnum er að Eining-Iðja hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna sem eiga rétt á að fá greiðslu úr sjóðnum. 

Kíktu inn á Mínar síður og kannaðu þínar upplýsingar!
Hægt er að nota rafræn skilríki eða auðkennisapp frá Auðkenni til að skrá sig inn á nýjar Mínar síður Einingar-Iðju sem eru í raun persónublað sem inniheldur margvíslegar upplýsingar um réttindi félagsfólks. Þar má einnig kanna og lagfæra ýmsar upplýsingar, eins og netfang, símanúmer og bankaupplýsingar.

á Mínum síðum er einnig hægt er að sækja um eða panta og greiða fyrir orlofshús og íbúðir, sækja um fræðslustyrki, sjúkrastyrki og sjúkradagpeninga. Jafnframt er hægt að fylgjast með réttindaávinnslu og skilum atvinnurekenda á iðgjöldum. Þá getur félagsfólk sem vinnur eftir sveitarfélagasamningi fylgst með inneign í Félagsmannasjóði, sem er til útgreiðslu 1. febrúar ár hvert.