2,2% í Félagsmannasjóð frá 1. apríl 2024

Í nýjum kjarasamningi aðildarfélaga SGS við sveitarfélögin sem samþykktur var sl. mánudag var samið um að hækka svokallaðan Félagsmannasjóð um 0,7% frá 1. apríl 2024 og fer hann því úr 1,5% í 2,2%. 

Í kjarasamningi við sveitarfélögin frá 2019 var stofnaður sérstakur félagsmannasjóður og þá samið um að sveitarfélögin greiði mánaðarlega 1,5% af heildarlaunum starfsmanna inn í þennan sjóð en frá og með 1. apríl sl. varð sú greiðsla 2,2% eins og áður segir. Eining-Iðja á aðild að sjóðnum og ber að standa skil á þessum greiðslum til félagsmanna sem starfa eftir þessum samningi 1. febrúar ár hvert fyrir árið á undan. Forsenda þess að hægt sé að greiða úr sjóðnum er að Eining-Iðja hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna sem eiga rétt á að fá greiðslu úr sjóðnum. 

Kíktu inn á Mínar síður og kannaðu þínar upplýsingar!
Hér skráir þú þig inn á Mínar síðu Einingar-Iðju, með rafrænum skilríkjum, þar sem þú getur kannað hvort við séum með réttar upplýsingar um þig og lagfært ef þörf krefur. Ef þú kemst ekki inn á síðuna þá máttu endilega senda tölvupóst á rosfrid@ein.is 

Til að kanna þínar upplýsingar þá smellir þú á örina niður sem er efst á síðunni, hægra megin við nafnið þitt. Þá birtist flipi og þar smellir þú á UPPLÝSINGAR. Sjá myndina hér fyrir neðan