2. maí er lokadagur til að borga orlofshús og íbúðir

Minnum á að þeir sem fengu úthlutað orlofsíbúð eða orlofshúsi næsta sumar þurfa að ganga frá greiðslu í síðasta lagi 2. maí 2023. Ef ekki er búið að greiða 2. maí er litið svo á að viðkomandi ætli ekki að nýta sér orlofskostinn og dettur því pöntunin út.

Gengið er frá greiðslu rafrænt á orlofsvef félagsins. Undir liðnum SÍÐAN MÍN má finna því sem úthlutað var. Þar er farið í liðinn AÐGERÐ og greitt með korti fyrir orlofshúsið eða íbúðina. 

Síminn á skrifstofum félagsins er 460 3600.

5. maí 2023 kl. 10:00 verður opnað á orlofsvefnum fyrir það sem enn verður laust í orlofskostum sumarsins. Þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær. Einnig verður hægt að hafa samband við skrifstofur félagsins til að fá upplýsingar um lausar vikur.