132% munur á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat

Verðlagseftirlit ASÍ gerði samanburð og kannaði breytingar á gjaldskrám fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat milli ára hjá 20 fjölmennustu sveitarfélögum landsins.
Mest hækkuðu samanlögð gjöld fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat milli ára (2021-2022) hjá Borgarbyggð, 13,7% og næst mest hjá Grindavíkurbæ, 5,3%. Gjöldin lækkuðu mest hjá Fjarðarbyggð, 12%. Samanlögð gjöld hækkuðu hjá 16 af 20 sveitarfélögum, lækkuðu hjá 3 sveitarfélögum og stóðu í stað hjá einu sveitarfélagi.

Samanlögð gjöld fyrir grunnskólaþjónustu; skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat hækkuðu í 16 sveitarfélögum af 20 milli ára og námu hækkanirnar 2,4-13,8%. Gjöldin lækkuðu hjá þremur sveitarfélögum, mest hjá Fjarðarbyggð, 12%, næst mest hjá Akureyrarbæ, 7,3% og loks um 4,2% hjá Ísafjarðarbæ. Gjöldin stóðu í stað hjá Vestmannaeyjabæ milli ára. 

Sjá nánar hér