100 ár frá fyrstu kröfugöngunni á Íslandi

Fánaberar á Akureyri 1. maí 1955
Fánaberar á Akureyri 1. maí 1955

Í ár eru hundrað á liðin síðar fyrst var gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi og var sú ganga skipulögð af nefnd á vegum fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Í þessari fyrstu kröfugöngu voru meðal annars settar fram kröfur um bann við næturvinnu og helgidagavinnu, greiðslu atvinnuleysisbóta og algert áfengisbann. Árið 1966 varð 1. maí lögskipaður frídagur á Íslandi, þ.e. sama ár og ASÍ fagnaði 50 ára afmæli. Á Akureyri var 1. maí fyrst haldinn hátíðlegur árið 1925. 

Kröfurnar sem letraðar voru á kröfuspjöldin í þessari fyrstu kröfugöngu Íslendinga voru af ýmsum toga, svo sem:

  • Framleiðslutækin í þjóðareign!
  • Enga skatta á þurftarlaun!
  • Enga helgidagavinnu!
  • Engar kjallarakompur!
  • Fullnægjandi alþýðutryggingar!
  • Engan réttindamissi vegna fátæktar!
  • Enga næturvinnu!
  • Holla mannabústaði!