Trúnaðarmannanámskeið - vefnám | Vinnustaðafundir

Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Boðið er upp á staðnám, fjarnám og vefnám.

Vinnustaðafundir – vefnám

Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.

Þetta námskeið er rafrænt og geta nemendur tekið það hvenær sem þeim hentar.

Námskeiðið felst í fyrirlestri sem nemendur hlusta á og að því loknu þurfa þeir að svara nokkrum spurningum tengdu efninu.

Farið er í kjarasamningsbundinn rétt trúnaðarmanna stéttarfélaga til að boða og halda vinnustaðafundi á vinnustað sínum. Farið er í boðun, undirbúning og skipulag slíkra funda, tilgang þeirra og framkvæmd.

Hafa ber í huga að ákvæði í kjarasamningum sem koma fram í efninu á við félagsmenn í aðildarfélögum innan ASÍ, þar sem ákvæði um vinnustaðafundi í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB er með öðrum hætti samkvæmt lögum nr. 94 Um kjarasamninga opinberra starfsmanna gr. 28.

Einnig eru tekin dæmi um hugsanleg málefni slíkra funda til umhugsunar. 

Þar sem námskeiðið er gjaldfrítt, þurfa nemendur þó að setja sína kennitölu sem "greiðanda" vegna skráningarformsins þó ekki verði innheimt gjald fyrir námskeiðið. 

Nemendur hafa tímann til 14. apríl 2025 kl. 16:00 til að ljúka námskeiðinu.