Trúnaðarmannanámskeið - vefnám | Veikinda-og slysaréttur

Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Boðið er upp á staðnám, fjarnám og vefnám.

Veikinda-og slysaréttur – vefnám

Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.

Námskeiðinu er ætlað að varpa ljósi á mikilvægi veikinda- og slysaréttar í réttindum launafólks og ýmis ákvæði og aðstæður þeim tengdum.

Á námskeiðinu er farið í veikinda-og slysarétt samkvæmt lögum og tekin eru dæmi úr mismunandi kjarasamningum.

Farið er í greinamun á annars vegar veikindarétti og hins vegar slysarétti.

Skoðaður er réttur launafólks til ávinnslu og töku.

Lögð er áhersla á mikilvægi þess að tilkynna óhöpp og slys sem verða á beinni leið til og frá vinnu og við störf.

Einnig er farið í hvenær eru ekki greidd laun í veikindum sem og ákvæði saminga varðandi framlagningu læknisvottorða.

Námskeiðið er rafrænt og fer þannig fram að nemendur horfa á upptöku af fyrirlestri um námsefnið og að honum loknum þurfa nemendur að leysa verkefni í formi spurninga sem þeir svara úr fyrirlestrinum. Námsframvinda er sjálfvirk.

Þeir trúnaðarmenn sem hyggjast taka námskeiðið þurfa leyfi frá sínu stéttarfélagi til að sækja námskeiðið eigi það að greiða fyrir setuna. Aðrir geta sótt um styrk úr fræðslusjóði hjá sínu félagi.

Nemendur hafa tímann til 14. febrúar k. 16:00 2025 til að ljúka námskeiðinu.