Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Boðið er upp á staðnám, fjarnám og vefnám.
Uppsagnir og uppsagnarfrestu – vefnám
Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.
Námskeiðinu er ætlað að varpa ljósi á þær skyldur sem bæði starfsmenn og atvinnurekendur hafa samkvæmt gildandi kjarasamningum þegar um uppsögn er að ræða.
Farið er í form uppsagnar, mikilvægi formlegs uppsagnarbréfs og afhendingar þess.
Einnig er farið í lengd uppsagnarfrests eftir mismunandi kjarasamningum.
Skoðaðar eru uppsagnir í tengslum við orlof, veikindi og slys sem og þeirra sem njóta uppsagnaverndar.
Gert er ráð fyrir því að nemendur séu greiðendur að námskeiðinu, en trúnaðarmenn þurfa að fá leyfi stéttarfélags til að skrá sig á námskeiðið eigi félagið að vera greiðandi, annars að geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi vegna setu á námskeiðinu.
Námskeiðið er rafrænt og fer fram þannig að nemendur horfa á upptöku af fyrirlestri og að honum loknum þurfa nemendur að leysa verkefni í formi spurninga úr efni fyrirlestrarins.
Fyrirlestur og námsefni við skráningu fer inn á innri vef nemenda.
Nemendur hafa tímann til kl. 16:00 þann 31. mars til að ljúka námskeiðinu.