Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Boðið er upp á staðnám, fjarnám og vefnám.
Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða – vefnám
Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.
Farið er í hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum.
Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð.
Kynntir eru þeir gagnabankar sem trúnaðarmaður hefur aðgang að og getur leitað upplýsinga.
Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim og gæta fyllsta trúnaðar í sínum störfum.
Þeir trúnaðarmenn sem hyggjast sækja námskeiðið þurfa leyfi stéttarfélagsins til að sækja námskeiðið.
Aðrir geta sótt um styrk hjá sínu stéttarfélagi.