Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Boðið er upp á staðnám, fjarnám og vefnám.
Lestur launaseðla og launaútreikninga – vefnám
Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.
Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða, yfirvinnu, stórhátíðarkaups og vaktaálags.
Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga.
Einnig er farið í úreikninga á staðgreiðslu skatta og þeirra iðgjalda í lífeyrissjóði og aðra sjóði sem skylt er að reikna og draga frá launum.
Einnig er lögð áhersla á mikilvægi varðveislu launaseðla.