Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Sum námskeiðanna eru kennd í fjarnámi en hin í staðnámi.
Staðnám verður nú tveir dagar í senn (í stað þriggja daga áður), en hvor dagur er eitt námskeið.
Þriðjudaginn 1. október verður námskeiðið Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn haldið rafrænt á Zoom.
Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.