Lokað á Dalvík og í Fjallabyggð

Dagana 19. og 20. september 2024 mun Starfsgreinasambandið standa fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. 

Lokað verður á skrifstofum félagsins á Dalvík og í Fjallabyggð þessa daga.

Þetta verður í áttunda sinn sem SGS stendur fyrir viðburði sem þessum. Að þessu sinni fara fræðsludagarnir fram í Stykkishólmi. 

Fimm starfsmenn félagsins munu fara á þessa fræðsludaga þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá.

Við hvetjum félagsmenn til að sækja rafrænt um styrki inn á Mínum síðum Einingar-Iðju, þar má einnig panta og greiða fyrir orlofshús og íbúðir.

Við minnum á símann okkar, 460 3600, sem er opinn alla daga milli kl. 8 og 16. Einnig er hægt að senda póst og fyrirspurnir á ein@ein.is