Leikhúsferð fyrir lífeyrisþega félagsins

Félagsfólki sem náð hafa lífeyrisaldri er boðið á farsakennda söngleikinn Epli og eikur sem Leikfélag Hörgdæla sýnir á Melum og er eftir Þórunni Guðmundsdóttur tónskáld og leikritahöfund. 

Sýningin verður laugardaginn 8. mars 2025. Rútuferð frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 14:00. Akstur einnig í boði frá Fjallabyggð, Dalvík og Grenivík. 

Boðið verður upp á kaffihlaðborð í Þelamerkurskóla fyrir sýninguna.

Skráning fer fram á skrifstofum félagsins eða í síma 460 3600. Athugið! Um takmarkað sætaframboð er að ræða.

Nánar um sýninguna
Sprenghlægilegur, farsakenndur söngleikur sem gerist allur á sama stað, í almenningsgarði í kringum garðbekk. Þar fer fram ákaflega flókinn eltingarleikur þar sem fangelsispresturinn Jóhannes er að fylgjast með glæpakonunni Frú Stefaníu, Vala, kona Jóhannesar, fylgist með honum en fær síðan járnsmiðinn Baldur til starfans. Til sögunnar kemur unga stúlkan Rakel sem einnig fer að eltast við Jóhannes. Prestsdóttirin Lára fer að læra glæpamennsku hjá frú Stefaníu og þær æfa sig í gagnkvæmri eftirför, Dóra systir hennar eltist við hinn myndarlega dr. Daníel, eða ekki. Inn í allt þetta fléttast síðan ýmis örlög persónanna, meinleg eða ekki.