Almennur félagsfundur - Svæðisráð Grýtubakkahrepps

Eining-Iðja mun halda þrjá almenna fundi á félagssvæðinu í lok janúar og byrjun febrúar 2025 þar sem m.a. mun fara fram kosning á svæðisfulltrúum félagsins og varamönnum þeirra. Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins fyrir hönd síns svæðis og eru varamenn sjálfkjörnir í trúnaðarráð félagsins.

Félagar, fjölmennum!

  • Fundur í svæðisráði Hríseyjar- og Dalvíkurbyggðar
    • Þriðjudagur 28. janúar 2025
    • Dalvík: Í Mímisbrunni kl. 17:00
  • Fundur í svæðisráði Fjallabyggðar
    • Miðvikudagur 29. janúar 2025
    • Fjallabyggð: Á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24b. kl. 17:00
  • Fundur í svæðisráði Grýtubakkahrepps
    • Miðvikudagur 5. febrúar 2025
    • Grenivík: Á veitingastaðnum Kontórnum kl. 17:00 

Dagskrá

  1. Kosning á svæðisfulltrúa og varamanni.
  2. Kynning á Gallup könnun félagsins.
  3. Önnur mál.