Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Boðið er upp á staðnám, fjarnám og vefnám.
Staðnám er nú einn dagur í senn í stað þriggja áður.
Litirnir á námskeiðunum eru einungis til að auðvelda trúnaðarmönnum að sjá hvaða námskeið þeir hafa nú þegar tekið.
----->
Lýsing á innihaldi trúnaðarmannanámskeiða skv. námsskrá.
Trúnaðarmaðurinn starf hans og staða:
- Farið er í hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera? Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum.
- Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð.
- Kynntir eru þeir gagnabankar sem trúnaðarmaður hefur aðgang að og getur leitað upplýsinga.
- Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim og gæta fyllsta trúnaðar í sínum störfum.
Samskipti á vinnustað:
- Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.
- Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra.
- Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað og hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.
Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn:
- Fjallað er um þjóðfélag, samfélag og ýmis hugtök tengd því.
- Fjallað er um mikilvægi þess að vera þátttakandi í samfélagi sem byggir á lýðræði og þátttöku almennings. Farið er í skipulag stjórnkerfis á Íslandi.
- Einnig er farið í uppbyggingu og hlutverk stéttarfélaga og hagsmunasamtaka launafólks og atvinnurekenda. Uppbygging vinnumarkaðarins, hverjir eru viðsemjendur, samningaviðræður og gildi kjarasamninga.
- Í lokin er farið yfir tölulegar upplýsingar tengdum vinnumarkaðnum, þróun launa, framtíðarspár starfa og mannafjöldaspár.
Vinnuréttur:
- Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður.
- Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga.
- Einnig er farið í ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á.
Sjálfsefling:
- Nemendur kynnast því hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti.
- Einnig hvernig skortur á sjálfstrausti hamlar okkur í daglegur lífi.
- Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvaða aðstæður geta haft áhrif á sjálfstraustið.
Lestur launaseðla:
- Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða. Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga.
- Einnig er farið í úreikninga á staðgreiðslu skatta og þeirra iðgjalda í lífeyrissjóði og aðra sjóði sem skylt er að reikna og draga frá launum.
- Einnig er lögð áhersla á mikilvægi varðveislu launaseðla.
Vinnueftirlit-vinnuvernd:
- Megináhersla er lögð á hlutverk Vinneftirlistins og vinnuvernd á vinnustöðum.
- Hverjir eiga að sjá um eftirlit á vinnustöðum og hver sé ábyrgðaraðili að launamenn vinni í hollu og öruggu vinnuumhverfi.
- Hvað felst í öryggi og hollustuháttum á vinnustað.
- Hvert er hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hvernig kosning og val þessara aðila fer fram.
Almanntryggingar og lífeyrissjóðir:
- Megináhersla er lögð á tilurð og uppbyggingu almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóðakerfisins.
- Farið er í hugmyndafræði íslenska lífeyrissjóðakerfisins, styrk þess og hvernig það byggir á samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda.
- Fjallað er um skylduaðild, tryggingavernd og samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins.
- Einnig er skoðuð réttindaávinnsla og taka lífeyris.
Túlkun talna og hagfræði:
- Hvernig hagfræði er notuð t.d. við gerð kjarasamninga, hvernig við nýtum hana til að mæla kaupmátt og hvaða áhrif t.d. verðbólga hefur á kaupmátt launa og afkomu heimilanna.
Samningatækni:
- Í þessum námsþætti er farið hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað.
- Farið er í þau atriði sem hafa ber í huga þegar komast þarf að niðurstöðu í ágreiningi.
- Um hvað snýst deilan, hverjir eiga hlut að máli og hverjir hafa vald til að taka ákvörðun.
- Hvernig bregðumst við við?
- Hvernig náum við saman um sameiginlega niðurstöðu?
Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir:
- Trúnaðarmenn kynnast starfsemi stéttarfélagsins, uppbyggingu þess og skipulagi.
- Einnig kynnast þeir þeim sjóðum félagsins, t.d. orlofssjóði, sjúkrasjóði og fræðslusjóðum, reglugerðum þeirra og réttindum félagsmanna í þeim.
- Farið er í túlkun kjarasamninga og þau ákvæði sem reynir mest á í starfsumhverfi félagsmanna.
Að koma máli sínu á framfæri:
- Á námskeiðinu er lögð áhersla á undirbúning framsögu og umræðu á vinnustaða-og félagsfundum.
- Einnig er fjallað um einkenni og tilgang ýmissa ræðuforma.
- Farið er í helstu atriði sem hafa þarf í huga til að fá áheyrn og að mál okkar komi skýrt og greinilega fram.
- Lögð er áhersla á framsögn og framkomu í ræðustól.
Á næstunni verða haldin eftirfarandi námskeið fyrir trúnaðarmenn.
Nánari upplýsingar og skráning á námskeið er inn á vef Félagsmálaskólans. Ákveðið var að setja ekki hlekk á námskeiðin hér fyrir neðan því kerfi skólans er þannig að ef þau þurfa að breyta í texta við námskeið þá býr kerfið til nýja slóð á það. Námskeiðin finnið þið á einfaldan hátt eftir dagsetningu eftir að skólinn setja námskeiðin inn á vefinn.
Þegar þið trúnaðarmenn skráið ykkur á námskeið þá þarf að setja inn kennitölu félagsins sem greiðanda. ATH! Nauðsynlegt er að senda tölvupóst á asgrimur@ein.is og láta vita þegar þið skráið ykkur á námskeið upp á okkar bókhald að gera.
- Staðnám (Námskeiðin fara fram í sal Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri, þegar um staðnám er að ræða)
- Lestur launaseðla og launaútreikningar - 20. febrúar 2025 milli kl. 9 og 14
- Samskipti á vinnustað - 20. mars 2025 milli kl. 9 og 14
- Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - 10. apríl 2025 milli kl. 9 og 14
- Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir - 9. maí milli kl. 9 og 14
- Fjarnám - í gegnum Zoom (Nemendur fá sendan hlekk inn á Zoom degi áður en námskeið hefst)
- Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - 14. janúar 2025 milli kl. 9 og 12
- Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn - 21. janúar 2025 milli kl. 9 og 12
- Trúnaðarmannastarfið í hnotskurn - 23. janúar 2025 milli kl. 9 og 10
- Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - 28. janúar 2025 milli kl. 13 og 16
- Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn - 4. febrúar 2025 milli kl. 13 og 16
- Samskipti á vinnustað - 11. febrúar 2025 milli kl. 9 og 12
- Lestur launaseðla og launaútreikningar - 18. febrúar 2025 milli kl. 9 og 12
- Samskipti á vinnustað - 25. febrúar 2025 milli kl. 13 og 16
- Lestur launaseðla og launaútreikningar - 4. mars 2025 milli kl. 13 og 16
- Samningatækni - 18. mars 2025 milli kl. 9 og 12
- Vinnuréttur - 25. mars 2025 milli kl. 9 og 12
- Sjálfsefling - 8. apríl 2025 milli kl. 9 og 12
- Að koma máli sínu á framfæri - 15. apríl 2025 milli kl. 9 og 12
- Almannatryggingar og lífeyrissjóðir - 22. apríl 2025 milli kl. 13 og 16
- Sjálfsefling - 29. apríl 2025 milli kl. 13 og 16
- Túlkun talna og hagfræði - 6. maí 2025 milli kl. 13 og 16
- Vinnueftirlit/vinnuvernd - 13. maí 2025 milli kl. 9 og 12
- Vefnám
- Vinnustaðafundir - Námskeiðið er opið 15. janúar -14. febrúar 2025.
- Veikinda-og slysaréttur - Námskeiðið er opið 15. janúar - 14. febrúar 2025.
- Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - Námskeiðið er opið 1. til 28. febrúar 2025.
- Lestur launaseðla og launaútreikningar - Námskeiðið er opið 1. til 31. mars 2025.
- Uppsagnir og uppsagnarfrestur - Námskeiðið er opið 1. til 31. mars 2025.
- Vinnustaðafundir - Námskeiðið er opið 15. mars til 14. apríl 2025.
- Veikinda-og slysaréttur - Námskeiðið er opið 1. til 30 apríl 2025.
- Uppsagnir og uppsagnarfrestur - Námskeiðið er opið 1. til 31. maí 2025.
Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.
Félagsmálaskóli alþýðu sér um námskeiðin, en hann er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.
Námskrá Félagsmálaskóla alþýðu