Félagsmálaskóli alþýðu er starfsræktur af ASÍ og BSRB og er hlutverk hans að skipuleggja og framkvæma námskeið fyrir trúnaðarmenn aðildarsamtakanna, starfsmenn og stjórnir.
Félagsmálaskólinn skipuleggur bæði lengri og styttri námskeið eftir óskum félaganna en trúnaðarmannanámskeiðin eru kennd samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Trúnaðarmannanámskeiðin eru oftast haldin á í svæði hvers félags.
Á vefsíðu skólans má finna Handbók trúnaðarmannsins, sem er eitt af verkfærum trúnaðarmanna. Þar er einnig að finna námsskrár Fræðslumiðstöðvarinnar yfir trúnaðarmannanámið. Á vefsíðunni eru einnig auglýst þau námskeið sem framundan eru.