- 49 stk.
- 04.09.2012
Nokkrar myndir af húsum félagsins á Illugastöðum. Eining-Iðja á samtals fjórtán orlofshús á Illugastöðum en nokkur þeirra eru leigð til annarra stéttarfélaga yfir sumarið í skiptum fyrir orlofshús annars staðar á landinu. Eitt af húsum félagsins er með betra aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu, hús nr. 26. 13 hús er um 45 fermetrar að stærð með tveimur svefnherbergjum, en einnig á félagið eitt hús sem eru um 80 fermetrar að stærð, hús nr. 18. Á Illugastöðum er sundlaug sem er eingöngu opin yfir sumartímann. Leikvöllur er á svæðinu með skemmtilegum leiktækjum fyrir börnin. Stutt er yfir í Vaglaskóg þar sem miklir möguleikar eru til gönguferða.. Í orlofshúsum félagsins á Illugastöðum eru svefnpláss fyrir sex til átta manns í hverju húsi. Tvö svefnherbergi eru í húsinu, í öðru þeirra er eitt tvíbreitt rúm og í hinu eru tvær kojur fyrir tvo. Að auki er svefnsófi í stofunni í nokkrum húsanna. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/