Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á fiskafurðum í 25 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð mánudaginn 29. febrúar. Kannað var verð á 41 algengum tegundum fiskafurða. Í flestum tilvikum var á milli 25-75% verðmunur á hæsta og lægsta verði vöru á milli verslana. Fiskikóngurinn, Melabúðin og Fiskbúðin Vegamót Nesvegi neituðu þátttöku í könnuninni.
Lægsta verðið var oftast að finna hjá Fiskbúð Hafnarfjarðar Helluhrauni og Litlu Fiskbúðinni Miðvangi Hafnarfirði eða í 8 tilvikum af 41. Hafið fiskverslun Spöng var með hæsta verðið í 9 tilvikum af 41 og Hafið fiskverslun Hlíðarsmára í 8 tilvikum. Þar á eftir komu verslanirnar Hafið fiskverslun Skipholti, Fiskbúð Hólmgeirs Þönglabakka, og Gallerý fiskur Nethyl í 5 tilvikum. Fiskbúðin Sundlaugarvegi átti til flestar vörurnar í könnuninni eða 32 af 41, þar á eftir komu Fiskbúðin Hafberg Gnoðavogi, Fiskbúðin Hófgerði, Fiskbúðin Trönuhrauni, Litla fiskabúðin Miðvangi og Nóatún sem áttu 31 tegund. Minnst úrval af fiskmeti var hjá Kjöti og fiski Bergstaðarstræti eða aðeins 10 tegundir af 41 og Beint úr sjó Reykjanesbæ átti 16 tegundir.
Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 31% upp í 125%. Mestur verðmunur í könnuninni var á meðal kæstri skötu sem var dýrust á 1.690 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Hafberg Gnoðavogi og Hafinu fiskverslun Hlíðarsmára en ódýrust á 750 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Sjávarhöllinni Hólagarði en það er 940 kr. verðmunur eða 125%. Minnstur verðmunur var á marineruðum laxi í bitum sem var ódýrastur á 2.290 kr./kg. hjá Fiskbúð Hafnarfjarðar Helluhrauni, Litlu fiskbúðinni Miðvangi og Gallerý fisk Nethyl en laxinn var dýrastur á 2.998 kr./kg. hjá Þinni verslun Seljabraut, en það er 708 kr. verðmunur eða 31%.
Mikill verðmunur á ýsusoðningu með hrognum og lifur
Af öðrum tegundum sem í boði eru má nefna að roðflett og beinlaus ýsuflök voru ódýrust á 1.570 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Sjávarhöllinni en dýrust á 2.190 kr./kg. hjá Kjöti og fiski Bergstaðarstræti sem gerir 40% verðmun. Einnig má benda á að nú er tími til að fá sé fersk hrogn með soðningunni en þau voru ódýrust á 1.187 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Sjávarfang á Ísafirði en dýrust á 1.970 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Sundlaugavegi sem gerir 66% verðmun. Með soðningunni er gott að fá sér lifur en í um helmingi tilvika fylgir hún frítt með en verðið á henni var annars frá 150 kr./kg. upp í 1.190 kr./kg.
Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Kjöt og fisk Bergstaðarstræti, Fiskbúðinni Sundlaugavegi, Kjöt og fisk Bergstaðarstræti, Þinni verslun Seljabraut, Fisk kompaní Akureyri, Fiskbúð Hafnarfjarðar Helluhrauni, Fiskbúðin Hafberg, Samkaupum Úrval Hafnarfirði, Beint úr sjó Reykjanesbæ, Nettó Granda, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Fiskbúðin Sjávarhöllin Hólagarði, Litlu Fiskbúðinni Miðvangi og Háaleitisbraut, Hafinu fiskverslun Hlíðasmára, Spöng og Skipholti, Nóatúni Háaleitisbraut, Fiskbúð Hólmgeirs Þönglabakka, Gallerý fisk Nethyl, Fiskbúðinni Hófgerði, Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði, Fiskbúðinni Mos Mosfellsbæ, Fiskbúð Siglufjarðar og Hagkaupum Kringlunni.,
Fiskikóngurinn, Melabúðin og Fiskbúðin Vegamót Nesvegi neituðu þátttöku í könnuninni.
Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ