Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum frá því í september 2012 (viku
37) þar til nú í byrjun október (viku 40), nema hjá Nettó þar sem vörukarfan stendur nánast í stað milli mælinga. Mesta
hækkunin á þessu tímabili er hjá Iceland eða um 16%, um 10% hjá Krónunni og 9% hjá Víði. Frá því í
fyrra má sjá hækkanir í öllum vöruflokkum, mjólkurvörur og sætindi hafa þannig hækkað í öllum verslununum. Mest hafa
grænmeti og ávextir hækkað en þar má sjá allt að 25% hækkun.
Sjá má samanburð á hækkun á vörukörfu ASÍ hér.