Í árskýrslu félagsins má finna ýmsar forvitnilegar tölulegar upplýsingar fyrir síðasta starfsár. T.d. að alls fengu 716 einstaklingar, 450 konur og 256 karl, einstaklingsstyrki úr Landsmennt, Ríkismennt eða Sveitamennt á árinu 2013, samtals að upphæð kr. 24.816.700, sem er hækkunum 1,8 milljón milli ára.
Fjárveitingar úr sjúkrasjóði á árinu 2013. Alls fengu 186 félagsmenn dagpeninga eða dánarbætur að upphæð kr. 79.328.810 og 1.737 fengu styrki að upphæð kr. 19.171.121. Samtals fengu því 1.923 félagsmenn styrki á síðasta ári alls að upphæð kr. 98.499.931.
Einnig má benda á að á síðasta ári seldi félagið um 9.300 miða í Hvalfjarðargöngin sem þýðir að félagsmenn hafa sparað sér um 3,4 milljónir með því að kíkja á einhverja skrifstofu félagsins og kaupa miða. Ef borgað er við göngin kostar hver ferð kr. 1.000 en miði hjá félaginu kostar kr. 635.