Í morgun vísaði félagið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna á vöktum í Becromal Iceland ehf. til ríkissáttasemjara.
Aðilar hafa verið í viðræðum um nýjan samning frá því löngu fyrir áramót og margir fundir haldnir, en kjarasamningurinn rann út 31. mars sl.
Þann 27. mars sl. var skrifað undir nýjan kjarasamning sem fór í atkvæðagreiðslu á meðal fyrrgreindra starfsmanna Becromal og var hann felldur með 42 atkvæðum gegn 3.
Samninganefnd Einingar-Iðju, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsmanna sem vinna eftir áðurnefndum samningi, telur að mjög breitt bil sé á milli aðila og á þeim forsendum er málinu vísað til ríkissáttasemjara.