Virk - Vinnuveitendur gegna lykilhlutverki

Framlag atvinnurekenda, viðhorf, skilningur og móttækileiki fyrir fjölbreytileika eru forsendur þess að einstaklingar með skerta starfsgetu geti tekið þátt á vinnumarkaði á árangursríkan hátt segir Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar í grein í ársriti VIRK.

„Vinnuveitendur geta breytt og bætt hvernig tekið er á þessum málum hjá fyrirtækjunum með því að sýna forystu í verki og veita stuðning. Vinnumarkaður án aðgreiningar er vinnumarkaður þar sem allir geta tekið þátt óháð starfsgetu. Einstaklingar með skerta starfsgetu og starfsmenn sem afkasta minna hafa á slíkum vinnumarkaði tækifæri til að leggja sitt af mörkum eftir bestu getu.“

Sjá greinina á vef VIRK.